Leita í fréttum mbl.is

Kjörsonur Íslands

Hafsteinn Stefánsson orti þessar vísur við lát Danska-Péturs 1955 og birti í fréttablaði þess tíma í Eyjum.

Við þekktum einn karl sem kjörsonur Íslands var
kominn af danskri grund yfir mislynd höfin.
Hinn svefnlétti piltur af samtímamönnum bar
sjómennskan var honum dýrasta vöggugjöfin.

Í Vestmannaeyjum hann lifði og byggði sér bæ
bústýran gaf honum dætur og myndarsyni
heimilisbjörgin var sótt af kappi í sæ
Sólbakkafjölskyldan eignaðist trausta vini.

Með hreinlegum háttum setti á umhverfið svip
syni hvatti til dáða og þörfustu verka
og feðgarnir áttu saman hin fríðustu skip
flotans prýði með örugga drengi og sterka.

Lífsveginn fetaði hik- og hávaðalaust
hreinskiptinn maður, ljúfur í fasi og svörum,
barðist til sigurs og setti ei nökkva í naust
þó næðingur elli og sjúkleika breytti kjörum.

Úr minningabókinni margt er glatað og týnt
merkileg kynni voru þar færð til leturs
komi ég þar sem allt er fágað og fínt
þá finn ég til nærveru gamla danska Péturs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andersen
Andersen
Hérna munu birtast upplýsingar um ættarmót Andersen ættarinnar, sem stendur til að halda í Vestmannaeyjum snemma hausts. Allar myndir af ættmennum eru ákaflega vel þegnar. Vinsamlegast sendið þær í pósti á andersen@graenn.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband