23.7.2007 | 11:57
Ættarmótið nálgast
Það styttist óðum í ættarmótið. Nefndin hefur verið iðin við kolann og þessa dagana má ættfólk okkar eiga von á símtali frá einhverjum af sínum nánustu, sem eru að kanna hvort viðkomandi ætli ekki að skella sér á mótið. Þetta er að sjálfsögðu gert svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir mótið hvað varðar mat, drykk og húsakost.
Búið er að ákveða hvað mótið skuli kosta:
Fullorðnir (16 ára og eldri) > 4.900.-
Börn frá 12 til 16 ára > 2.450.-
Börn yngri en 12 ára > ókeypis
Vonandi eiga sem flestir kost á að mæta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Tenglar
Ættartré Andersen-fjölskyldunnar
Agnes Ósk Valdimarsdóttir tók sig til og henti upp ættartré Andersenanna.
Athugasemdir
Blessuð og sæl öll.
Við verðum ca: 35 frá okkar fjölskyldu, sem mætum á ættarmótið.
Kv. fóv
Friðbjörn Ólafur Valtýsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:04
Já halló ágæta skyldfólk.
Ég vil nú ekki vera leiðinlega og með eitthvað neikvæðisröfl, en mér finnst þið ekki alveg vera að standa ykkur í að koma þessu til skila til fólksins, ég er til dæmis að heyra frá þessu núna í dag, vegna þess að þetta kemur í frettum heima í eyjum, ég hafði ekki hugmynd um þetta mót eða að það væri í býgerð eða neitt.Mér finnst svolítið skrítið að það séu ekki send út nein bréf eða neitt, jahh ekki nema ég sé leiðinlega frænkan sem átti ekki að "frétta" af þessu. Ekki það, ég þarf svo sem ekkert að væla, ég bý nú í eyjum, ég er aðalega að spá í skildfólk mitt fyrir austan t.d. pabba ofl, En jæja nóg af tuði í dag,sjáumst þá á mótinu
Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:07
Gaman að skoða allar myndirnar sem eru komnar á síðuna okkar. Hlakka til ættarmótsins það verður bara gaman hjá okkur. Bestu kveðjur til allra Kolbrún Eva
Kolbrún Eva (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 22:34
Sæl öll
Friðbjörn - við þurfum að fá nánari tölur - nöfn og aldur á þeim sem ætla að mæta. Ómar yngri er ykkar tengiliður þannig að þú talar við hann um þetta.
Gunna - Leiðinlegt að heyra að þér finnst við ekki vera að standa okkur en svona var þetta gert síðast. það er bæði mjög tímafrekt og kostnaðarsamt að finna út heimilsföng hjá öllum og senda út bréf þannig að þessi leið var farin við að auglýsa ættarmótið. Það gekk líka frekar illa að fá fólk í nefndina þannig að við erum ansi fá sem erum að sinna þessu. Það er líka rúmur mánuður til stefnu þannig að það geta nú vonandi einhverjir séð sér fært að mæta.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Sædís (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.