27.8.2007 | 19:26
Skemmtiatriði óskast !
Nefndin óskar eftir skemmtiatriðum frá ættingjum.
Því fleiri atriði því betra, það er undir okkur sjálfum komið að skemmta hvert öðru.
Þetta mega vera söngatriði, leikir, töfrabrögð eða annað. Öllum atriðum er vel tekið.
Endilega hafið samband ef ykkur dettur eitthvað í hug, vitið um skemmtilegan leik sem hægt væri að fara í eða eitthvað slíkt.
Þið getið sent línu á saedis@hi.is
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Tenglar
Ættartré Andersen-fjölskyldunnar
Agnes Ósk Valdimarsdóttir tók sig til og henti upp ættartré Andersenanna.
Athugasemdir
Kæru ættingjar ég veit ekki hversu væminn ég á að vera, en hugur minn er búinn að vera svolítið við ættarmótið síðan í morgunn, enn ég hitti mömmu fyrir hádegi og fékk ég nettan fiðring svona eins og þjóhátíðarfíling, jæja hver er sinn gæfusmiður og ég get engum kennt um þátttökuleisið nema sjálfum mér og verst þykir mér að börnin mín missa af fjörinu, mamma bauð þeim að koma með sér en þau máttu ekki vera af því,þau voru upptekinn við afmæli og busaball og hvað eina. Jæja ég vona að allir gangi hægt inn um gleðiannadyr, kærar Andersen kveðjur úr Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 01:35
Kæra fjölskylda
Takk fyrir samveruna á skemmtilegu ættarmóti um helgina.Hlakka til að hitta ykkur öll aftur eftir 5 ár 2012. Kveðja Júlía
Júlía Petra Andersen (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 14:39
Kærar þakkir til allra þeirra sem að ættarmótinu stóðu. Kannski ekki rétt að nefna nöfn en einhvernveginn fannst mér spjótin standa helst á Sædísi og Húnboga - og þau voru okkar sómi.
Vonandi hafa Eyjarnar tekið vel á móti þeim sem komu af fastalandinu.
Takk fyrir mig og mína.
Gísli Valtýs
Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:41
Takk öll fyrir samveruna á þessu frábæra ættarmóti okkar, skemmti mér mjög vel og gaman að hitta ykkur öll bestu kveðjur Kolbrún Eva og fjölskylda vestmannaeyjum
Kolbrun Eva (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:16
Takk kærlega fyrir okkur, alvg frábært að fá að eyða tíma með ykkur Andersenar, næsta mót verður vonandi enn betra. Endilega halda þessari síðu lifandi svo það sé hægt að fylgjast með ykkur;)
Frábær helgi í alla staði, þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska hehe
Þórhildur Eva (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.