7.9.2007 | 20:56
Ættarmótinu lokið
Nú er ættarmótinu lokið og viljum við í nefndinni þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að aðstoða okkur og gerðu ættarmótið að þeirri lukku sem það á endanum varð.
Það rættist heldur betur úr mætingu hjá okkur og er ættin orðin ansi stór. Ef allir mæta á næsta ættarmót þá er alveg ljóst að við verðum að finna stærra húsnæði :)
Niðjatalinu var dreift á laugardagskvöldinu til fjölskyldanna og eruð þið beðin um að uppfæra það þannig að það sé fljótlega hægt að klára það. Það má síðan skila því til Ingu á hásteinsveginn.
Við þökkum Ingu og Óskari kærlega fyrir að bjóða okkur að vera í krónni þeirra á föstudagskvöldinu og einnig fyrir drykkina sem voru í þeirra boði.
Gangan á laugardeginum var mjög fín en veðrið hefði mátt vera betra. Húsnæðið var heldur of lítið fyrir okkur, þar sem skráning jókst síðustu dagana. Við gerðum bara það besta úr þessu, börnum var leyft að borða fyrst og svo fullorðnum. Fólk var almennt ánægt með þetta fyrirkomulag,börnin skemmtu sér vel og fullorðna fólkið náði að spjalla saman. Það var þröngt setið en fólk talaði um að það hefði bara ýtt undir frekari kynni.
Enn og aftur þá þökkum við öllum fyrir komuna og óskum ykkur velfarnaðar fram að næsta ættarmóti en það á víst að reyna að halda það 2012 í Fredrikshavn :) Nýja nefndin veit víst allt um það :)
Bestu kveðjur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Tenglar
Ættartré Andersen-fjölskyldunnar
Agnes Ósk Valdimarsdóttir tók sig til og henti upp ættartré Andersenanna.
Athugasemdir
Þetta var fínt ættarmót, alveg til í að fara til Danmerkur næst.
Takk fyrir mig og mína.
Kveðja Laufey
laufey valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:32
Já vááá ég væri sko til í að fara til Danmerkur næst, og vera í viku =D ;]
Sólrún (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.