Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá ættarmótsins

Sæl öll,

Hér getið þið séð dagskrá ættarmótsins.

Einhverjir hafa nú þegar greitt á ættarmótið en það er þó nokkrir sem eiga það eftir. Ég bið ykkur því að drífa í að greiða gjaldið svo við getum farið að sjá nákvæma tölu á þeim sem koma, og þá sérstaklega varðandi fjölda gesta í mat.

Allar greiðsluupplýsingar er að finna í færslunni hér fyrir neðan.

Niðjatalið verður uppfært á ættarmótinu. Útprentanir af niðjatalinu frá ættarmótinu 2001 munu liggja fyrir á ættarmótinu, svo fólk getur bætt og breytt. Þessar útprentanir verða síðan teknar saman í lok ættarmótsins og slegnar inn í tölvu og sendar þeim sem þess óska með tölvupósti. Þá hvetjum við alla til þess að skrifa sig í símaskrá og netfangaskrá Andersen ættarinnar. Búin slíkum lista verður umtalsvert auðveldara að skipuleggja næsta ættarmót af næstu ættarmótsnefnd.

Hægt er að niðurhala niðjatalinu hér og í lok þessarar færslu. 

*Föstudagurinn 31. ágúst*
Við ætlum að hittast í krónni í Básum hjá Ingu og Óskari upp úr 20.00. Það er engin formleg dagskrá heldur er ætlunin að fólk hittist og spjalli og endurnýji gömul kynni. Fólk kemur bara í lopapeysunni og þeir sem vilja taka með gítar er það velkomið. Boðið verður upp á súpu og brauð og kaffi og er fólki velkomið að taka aðrar drykkjarvörur með sér. Sumir eru að koma með Herjólfi seinna sama kvöld og þá er ekki langt að fara þar sem króin er á Básbryggju.

*Laugardagurinn 1. sept.*
Kl. 11.00 / / Hittumst á Skansinum en þar stendur norska stafkirkjan og einnig Landlyst sem var endurbyggt. Danski Pétur og Jóhanna bjuggu í Landlyst í nokkur ár og þar fæddust bræðurnir Knud, Njáll og Malli. Við ætlum að ganga þaðan upp í “Sólbakkaskóg” og bæta nokkrum plöntum við.

Frá “Sólbakkaskógi” er ætlunin að ganga niður að uppgreftri hraunsins sem nú stendur yfir eða “pompei norðursins” og ætlum við að skoða það aðeins. Að því loknu verður gengið niður í kirkjugarð að leiði Péturs, Jóhönnu og Möggu á Sólbakka, og vitjum síðan leiða systkinanna frá Sólbakka. Ef tími verður til og veður leyfir ætlum við að fara á stakkó í létta leiki með börnin.

Eftir smá hvíld hvert á öðru, bað og skveringu verður hátíðarsamkoma í Oddfellow þar sem Grímur kokkur mun sjá um hlaðborð. ATH. Fólk tekur með sína drykki. Ætlunin er að hafa myndatöku af fjölskyldunum sama kvöld.

*Sunnudagur 2. september.*
Ættarmótinu er hér formlega lokið en við hvetjum fólk endilega til þess að kynna sér það sem eyjarnar hafa upp á að bjóða. Fiska- og náttúrusafnið (opið 11.00-17.00) Byggðasafnið (opið 13.00-15.00) Margt annað er hægt að gera t.d. fara í siglingu kringum Eyjar, fara í sund, gönguferð út í Brimurð og Klaufina, renna upp á Stórhöfða, ganga á Eldfell, kíkja í Herjólfsdal, heimsækja frændfólkið ofl.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.........geri ráð fyrir að ættarmótinu ljúki 2. september en ekki 9 september, eða er það ekki rétt. Annars er kannski góð hugmynd að það standi í viku.

Sjáumst í Ingukró.

Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Andersen

Mikið rétt - leiðrétting komin inn.

Takk fyrir ábendinguna.

Andersen, 21.8.2007 kl. 18:36

3 identicon

Við Dagmar getum því miður ekki tekið þátt í mótinu að þessu sinni en vonandi verða einhver barna okkar þarna - og svo náttúrlega allur frændgarðurinn. En við munum hugsa fallega til Eyja - ég frá Seychelles eyjum (sem er Afríkanska útgáfan af Vestmannaeyjum) og Dagmar frá Nairobi.

Bestu kveðjur og góða skemmtun - og margfaldar þakkir til Jóels og Gísla fyrir að hafa komið niðjatalinu í gott form. 

Ómar Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andersen
Andersen
Hérna munu birtast upplýsingar um ættarmót Andersen ættarinnar, sem stendur til að halda í Vestmannaeyjum snemma hausts. Allar myndir af ættmennum eru ákaflega vel þegnar. Vinsamlegast sendið þær í pósti á andersen@graenn.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband